Hvað er planið?

Það getur verið flókið að finna út úr því hvert á að leita til þess að fá upplýsingar um tækifærin eftir útskrift af starfsbrautum framhaldsskólanna. Á þessari síðu eru allar upplýsingar um það sem er í boði og hvernig nálagst má frekari upplýsingar um nám, vinnu og virkni sem og íþrótta og tómstundastarf.

Fjölbreyttur og annasamur vinnudagur fréttamannsins er draumastarfið hans Finnboga. En hvaða leiðir eru í boði svo hann geti látið drauminn rætast?

Lára er 23 ára. Hún les mikið og hefur brennandi áhuga á sögu. Þess vegna langar hana til þess að læra sagnfræði í Háskóla Íslands.

Að líða vel í vatninu, bæta sig, eignast fleiri vini og umfram allt hafa gaman. Ef Anna Rósa yrði sundþjálfari væru þetta hennar aðal markmið.

Hefur starfað sem listamaður um árabil en dreymir um að fara í listnám. Hann hefur tvisvar sótt um í Listaháskólanum en verið synjað í bæði skiptin.

Fréttir og fróðleikur

16. júní 2022

Þroskahjálp fundar með Ásmundi Einari, mennta- og barnamálaráðherra

12. apríl 2022

Vel heppnaður fundur um atvinnutækifæri

12. október 2021

Námsstyrkir til blindra og sjónskertra stúdenta við HÍ