Hvað er planið?

Play Video

Lára Þorsteinsdóttir

„Ég vildi óska að fólk dæmdi mig ekki án þess að þekkja mig.“

„Þegar ég var lítil fannst mér skemmtilegast að lesa og vera með dýrum, sérstaklega hundum. Ég er stundum kölluð Lára hundahvíslari,“ útskýrir Lára sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði. Hún stundar diplómanám fyrir fatlaða í Háskóla Íslands en það nám undirbýr fatlað fólk fyrir störf í samfélaginu, svo sem á bókasöfnum, í félagsmiðstöðvum og leikskólum. „Ég vinn nú þegar á leikskóla og líka á kaffihúsi,“ segir Lára.

Hingað til hefur henni ekki staðið til boða að fara í nám tengt sagnfræði en nú í haust og vor býðst henni að taka sagnfræðinámskeið í Háskólanum. Hún leggur mikla áherslu á að hér er enginn að biðja um afslátt af námskröfum en fatlað fólk þurfi að fá fleiri tækifæri til að mennta sig. Krafan er einfaldlega að fá tækifæri til jafns við aðra til að njóta sín í námi og starfi.“

Play Video