Hvað er planið?

Play Video

Þórir Gunnarsson

„Ég sé fólk öðruvísi, þannig heillast ég í listinni.“

Listamannsnafnið Listapúkinn segir Þórir einfaldlega komið til vegna þess að það er svolítill púki í honum. Frá fjögurra ára aldri var hann sífellt að mála og teikna en hætti svo og tók sér langt hlé. Árið 2008 tók hann upp penslana að nýju og hefur bæði selt fjölmörg málverk auk þess að vera útnefndur Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2021. Þórir er metnaðarfullur í listsköpun sinni og málar það sem hann hefur áhuga á hverju sinni sem getur verið allt milli himins og jarðar.

Hann hefur lengi dreymt um að mennta sig meira í listinni og sótti þess vegna um í Listaháskóla Íslands árið 2020. Þá komst hann áfram í viðtal en fékk ekki inngöngu í skólann. Árið eftir sendi hann líka inn umsókn en fékk aftur synjun. Ástæður þess voru meðal annars þær að Þórir er ekki með stúdentspróf en starfsnámsbrautir voru einfaldlega ekki í boði fyrir hann á sínum tíma. „Stjórnvöld þurfa bara að laga þetta. Lagið þetta! Gefið fötluðum tækifæri á að fara í nám og gefið þeim bara séns,” segir Þórir.

Play Video