Hvað er planið?

Play Video

Anna Rósa Þrastardóttir

„Ég verð að grípa hvert tækifæri sem gefst.“

Önnu Rósu líður hvergi eins vel og í vatninu sem er heppilegt því sjálf eyðir hún ómældum tíma á sundæfingum. Hún stefnir á að verða sundþjálfari í framtíðinni og hjálpa þannig öðru sundfólki að bæta sig og það sem mikilvægast er – hafa gaman. „Ég þarf að vinna og hafa fyrir hlutunum og komast í nám en það eru kannski ekki það mörg nám í boði svo ég þarf að grípa hvert tækifæri,“ útskýrir Anna Rósa.

Hún vonast til að allir fái tækifæri til að verða það sem þau langar til í framtíðinni og skorar á stjórnvöld að breyta kerfinu eins og það er í dag. „Það þarf að vera með nám sem stendur til boða fyrir fatlaða og bjóða upp á þá hluti sem hægt er að bjóða upp á til að ýta fólki lengra í því sem það vill verða. Láta eins marga hluti verða mögulegir og fræðilegt er.“

Play Video