Finnbogi er tvítugur og lauk stúdentsprófi síðastliðið vor. Hann hefur lengi haft mikinn áhuga á fréttum og fréttamennsku og meðal annars haldið úti eigin fréttamiðli. „Það þarf að hugsa um margt. Byrja að fá kamerur og svo klippa og svoleiðis,” útskýrir hann.
Fjölbreytileiki starfsins er eitt af því sem heillar Finnboga en sjálfur hefur hann áhuga á öllum fréttum, allt frá náttúruhamförum til erlendra tíðinda og viðtala við allskonar fólk. „Bogi Ágústsson. Það er góður fréttamaður,“ segir Finnbogi og bætir við að það sé mikilvægt að auka aðgengi og menntun fyrir fatlað fólk svo það geti líka látið ljós sitt skína.