Hvað er planið?

Íþróttir og tómstundir

Aðgengi fatlaðs fólks að íþróttum og tómstundum takmarkast að mestu leyti að aðgreindum tilboðum enn sem komið er. En unnið er að því gera íþróttastarf inngildandi fyrir fatlað fólk.

Hér má finna upplýsingar um það tómstundastarf sem er sérstaklega ætlað fötluðu fólki og eða aðgengi fatlaðra er tryggt.

Skautafélag Reykjavíkur

Listdans á skautum

Júdódeild ÍR

ADHD samtökin mæla með Birni H. Halldórssyni þjálfara sem nær vel til barna með sérþarfir. Fyrir 7 ára og eldri.

Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík – ÍFR

Eru með boccia, bogfimi, borðtennis, frjálsar, knattspyrnu, lyftingar, sund, íþróttaskóli. Einnig veitir félagið upplýsingar um þjálfun sem félagsmenn þeirra hafa sótt.

Íþróttafélagið Ösp

Boccia, fimleikar, fótbolti, frjálsar, keila, skauta, sund, þrek og lyftingar.

Íþróttasamband fatlaðra – ÍF

Á heimasíðunni má finna upplýsingar um aðildarfélög á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem bjóða upp á fjölbreytt starf. Meðal annars boccia, borðtennis, bogfimi, lyftingar, sund, frjálsar og íþróttaskóla.

Hörður reiðnámskeið

Eru með ýmsa hópa

HK Bandí 

Með hópa frá 6 -16 ára +. Ekki með sérhópa en hefur hentað sumum vel.

Hvönn 

býður fötluðu fólki upp á dansnámskeið

Tónstofa Valgerðar

Tónlistarkennsla fyrir nemendur sem vegna fatlana og eða sjúkdóma þurfa sérstakan stuðning.

Fjölmennt 

býður upp á fjölbreytt úrval af tómstundanámskeiðum ætlað fötluðu fólki eldra en 20 ára